Veritas hleypur til góðs #3377

Vegalengd 365 km

Það er orðin skemmtileg hefð hjá Veritas og dótturfélögum að hlaupa til góðs í Reykjavíkurmaraþoni. Dótturfélögin eru Vistor, Distica, Artasan, Medor og Stoð. Í ár höfum við valið að hlaupa fyrir Ljósið og styrkja þannig þeirra mikilvæga starf. Ljósið er sjálfstætt starfandi endurhæfingar-og stuðningsmiðstöð sem vinnur að endurhæfingu og velferð þeirra sem greinast með krabbamein og aðstandenda þeirra. Þverfaglegur hópur fagaðila starfa á sviði heilbrigðis-og félagsþjónustu hjá Ljósinu. Markmið Ljóssins er að fólk fái sérhæfða endurhæfingu og stuðning, þar sem fagfólk aðstoðar við að byggja upp líkamlegt, andlegt og félagslegt þrek, auk þess að fá stuðning við að setja sér markmið sem auka daglega virkni og hafa þannig áhrif á lífsgæði almennt. Til að auka virkni og þrek býður Ljósið upp á fjölbreytta dagskrá eins og viðtöl, líkamlega endurhæfingu, sálfélagslegan stuðning, stuðning til vinnu og virkni auk jafningastuðnings. Nánari upplýsingar á www.ljosid.is

Hver sem er getur heitið á þá sem hlaupa fyrir góð málefni í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka upphæð að eigin vali. Þannig er hægt að hvetja hlauparana til dáða og láta jafnframt gott af sér leiða.

Markmiði náð500.000kr.
152%
Samtals safnað 758.500kr.
Áheit á hópinn 64.000kr.
Áheit á einstaklinga í hópnum 694.500kr.
Athugið að hópurinn og einstaklingarnir í hópnum geta verið að safna fyrir mismunandi félög. Áheit á einstaklinga í hópnum fara til þess félag sem einstaklingurinn valdi. Áheit beint á hópinn sjálfan sem gerð eru á þessari síðu fara hinsvegar öll á félagið sem hópurinn valdi.
STÖÐUÞRÁÐUR HLAUPARA
Nýir styrkir
Fyrir 3 mánuðum síðan

 • Guðrún og Sófus

  10.000kr.

  Oddný við erum ótrúlega stolt af þér.
 • Anna Sif

  5.000kr.

  Veritas rokkar!
 • Brynja

  2.000kr.

  Áheit með greiðslukorti
 • SMS áheit

  5.000kr.

  Áheit barst í gegnum SMS
 • Gunnur Helgadóttir

  10.000kr.

  Áfram Veritas
 • Kjartan

  10.000kr.

  Áfram Veritas
Fyrri 
Síða 1 af 2
Næsta 

Samtals áheit:9

Skilaboð til keppanda