Ég hleyp í minningu yndislegu, fallegu litlu frænku minnar Kristínar sem lést úr sjaldgæfu krabbameini 2 ára gömul. Við fjölskyldan og vinir heitum á Styrktarfélag Krabbameinssjúkra barna (SKB) sem hefur verið ómetanlegur stuðningur fyrir Kristínar nánustu.
Hver sem er getur heitið á þá sem hlaupa fyrir góð málefni í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka upphæð að eigin vali. Þannig er hægt að hvetja hlauparana til dáða og láta jafnframt gott af sér leiða.