Hleyp til minningar Mikaels Rúnars, skólabróður dóttur minnar, sem lést af slysförum 1. apríl 2017 aðeins 11 ára gamall. Við ætlum að heiðra minningu hans og hlaupa í hans nafni.
Hver sem er getur heitið á þá sem hlaupa fyrir góð málefni í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka upphæð að eigin vali. Þannig er hægt að hvetja hlauparana til dáða og láta jafnframt gott af sér leiða.