Ég hleyp í minningu þeirra sem hafa lotið í lægra haldi fyrir hinum illvíga sjúkdómi krabbameini en líka fyrir góða vinkonu sem hefur sigrast á þeim sjúkdómi og er algjör hetja. Krabbameinsfélagið hefur unnið gott starf í gegnum árin og stendur vel að forvarnarstarfi ýmsu og fræðslu. Lífið er núna. Ég hleyp af því ég get það.
Hver sem er getur heitið á þá sem hlaupa fyrir góð málefni í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka upphæð að eigin vali. Þannig er hægt að hvetja hlauparana til dáða og láta jafnframt gott af sér leiða.