Hugrún Geirsdóttir #3132

Vegalengd 10km

Ég tek þátt í fyrsta skipti í Reykjavíkurmaraþoninu á laugardaginn og ætla að hlaupa 10 km fyrir Kraft, stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein. Ég vil hlaupa í minningu Ingu systur sem léði samtökunum krafta sína og tókst á við sín veikindi, eða verkefni eins og hún kallaði það stundum, með slagorð þeirra að leiðarljósi, "Lífið er núna".

Hver sem er getur heitið á þá sem hlaupa fyrir góð málefni í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka upphæð að eigin vali. Þannig er hægt að hvetja hlauparana til dáða og láta jafnframt gott af sér leiða.

STÖÐUÞRÁÐUR HLAUPARA
Nýir styrkir
Fyrir 3 mánuðum síðan

 • Lilja Björg

  10.000kr.

  Vonandi gekk hlaupið vel
 • SMS áheit

  2.000kr.

  Áheit barst í gegnum SMS
 • Hafdís og Sigmundur

  2.000kr.

  Áfram Hugrún
 • Ingibjörg

  2.000kr.

  Inga verður svo sannarlega með þér þú massar þetta hlaup !
 • Sigrún María

  3.000kr.

  Vel gert Hugrún, gangi þér vel.
 • Ágústa

  2.000kr.

  Gangi þér vel frænka!
Fyrri 
Síða 1 af 3
Næsta 

Samtals áheit:16

Skilaboð til keppanda
Fyrir 3 mánuðum síðan

Takk fyrir að hjálpa okkur að hjálpa öðrum

Sæl Hugrún, við hjá Krafti viljum þakka þér fyrir að hlaupa fyrir okkur í Reykjavíkurmaraþoninu 2019. Okkur langar að benda þér á hlaupahópinn okkar Hlauptu af Krafti 2019 https://www.facebook.com/groups/663775743819642/ en þar munum við setja inn allar helstu upplýsingar sem tengjast hlaupinu. Þeir sem hlaupa fyrir okkur fá fallega hlaupaboli merkta Krafti og hægt verður að nálgast þá í Laugardalshöllinni á Skráningarhátíðinni 22. og 23. ágúst. Hlökkum til að sjá þig Kraftsliðið

21 ágú. 2019
Kraftur, stuðningsfélag