Eydís Ása Þórðardóttir #3038

Vegalengd 10km

Síðasta sumar greindist ég með brjóstakrabbamein, þá gengin 16 vikur með okkar fyrsta barn. Við fjölskyldan ákváðum mjög fljótlega í öllu ferlinu að skella okkur á kynningarfund hjá Ljósinu og síðan þá hef ég mætt þangað nánast vikulega í mína endurhæfingu, og stundum oft í viku. Við eigum þeim svo ótrúlega margt að þakka og því langar okkur að hlaupa fyrir Ljósið í ár. Þremur dögum eftir brjóstnámið í fyrra var ég mætt á hliðarlínuna i Reykjavíkurmaraþoninu að hvetja fólkið mitt áfram. Ég sat á tjaldstól, með tvo drenpoka úr skurðsvæðinu hangandi utan á mér og gat ekki labbað nokkra metra án þess að hvíla mig. En hér erum við - brjóstnámi, yfir 25 lyfjagjöfum, 25 skipta geislameðferð, óteljandi töflum og sprautum, meðgöngu og einu barni síðar og í ár ætla ég að komast þessa 10 km þó svo að ég verði örugglega með þeim síðustu í mark!

Hver sem er getur heitið á þá sem hlaupa fyrir góð málefni í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka upphæð að eigin vali. Þannig er hægt að hvetja hlauparana til dáða og láta jafnframt gott af sér leiða.

Samtals safnað 600.000kr.
STÖÐUÞRÁÐUR HLAUPARA
Nýir styrkir
Fyrir 3 mánuðum síðan

 • Isavia

  100.000kr.

  Vel gert! Kveðja Isavia
 • Nafnlaus

  1.000kr.

  Vel gert!
 • Faxabúar

  5.000kr.

  Þú ert dugnaðaforkur.Flott fyrirmynd.
 • Margrét og Yrma

  5.000kr.

  Hetja Massar þetta með stæl!
 • SMS áheit

  2.000kr.

  Áheit barst í gegnum SMS
 • SMS áheit

  5.000kr.

  Áheit barst í gegnum SMS
Fyrri 
Síða 1 af 10
Næsta 

Samtals áheit:56

Skilaboð til keppanda