Elsa Þórdís Snorradóttir #2783

Vegalengd 10km

Í ár ætla ég að hlaupa í Reykjavíkurmaraþoninu til styrktar Krabbameinsfélagi Íslands. Ég hef misst marga nákomna úr krabbameini og þekki ennþá fleiri sem hafa greinst með krabbamein. Ég þrái ekkert meira en að fækka nýjum tilfellum krabbameins, fækka dauðsföllum af völdum sjúkdómsins og að bæta lífsgæði þeirra sem greinast með þennan ógeðslega og ósanngjarna sjúkdóm. Til að heiðra allt yndislega fólkið sem fallið hefur frá úr krabbameini mun ég hlaupa 10km laugardaginn 24. ágúst næstkomandi. Ég hvet alla sem hafa tök til að styrkja mikilvægt málefni! Margt smátt gerir eitt stórt!

Hver sem er getur heitið á þá sem hlaupa fyrir góð málefni í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka upphæð að eigin vali. Þannig er hægt að hvetja hlauparana til dáða og láta jafnframt gott af sér leiða.

Safnar styrkjum fyrir Krabbameinsfélag Íslands (KÍ)
Samtals safnað 36.000kr.
STÖÐUÞRÁÐUR HLAUPARA
Nýir styrkir
Fyrir 3 mánuðum síðan

 • SMS áheit

  1.000kr.

  Áheit barst í gegnum SMS
 • Inga Kristjánsdóttir

  33.000kr.

  Frábært framtak elsku Elsa! Áfram þú og gangi þér vel :*
 • SMS áheit

  2.000kr.

  Áheit barst í gegnum SMS

Samtals áheit:3

Skilaboð til keppanda
Fyrir 4 mánuðum síðan

Áfram Elsa Þórdís!

Takk fyrir að velja Krabbameinsfélagið í Reykjavíkurmaraþoninu :) Það er ekki oft sem við höfum möguleika á að hitta styrktaraðila í eigin persónu og þakka stuðninginn, en það ætlum við að gera á Fit & Run skráningarhátíðinni í Laugardalshöll 22. og 23. ágúst. Þá væri gaman að sjá þig og afhenda þér ennisband eða fyrirliðaband með slagorðunum okkar „Ég hleyp af því ég get það.“ Myndakassi verður á staðnum. Við hlökkum til að sjá þig :)

08 ágú. 2019
Krabbameinsfélag Íslands