Ég ætla að hlaupa í minningu Kristínar litlu systur hans Arnórs Bjarka, bekkjarfélaga míns og vinar, en hún lést úr krabbameini á síðasta ári. Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna (SKB) nýtur ávinnings en stuðningur þess félags hefur reynst foreldrum Kristínar og fjölskyldu hennar ómetanlegur.
Hver sem er getur heitið á þá sem hlaupa fyrir góð málefni í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka upphæð að eigin vali. Þannig er hægt að hvetja hlauparana til dáða og láta jafnframt gott af sér leiða.