Arnar Árnason #2768

Vegalengd 10km

Í ár mun ég hlaupa til styrktar DM félaginu, en félagið er hagsmunafélag sjúklinga með DM sjúkdóminn (Myotonic dystrophy) og aðstandendur þeirra. Ástæðan fyrir því að ég mun hlaupa til styrktar DM félaginu er að þessi sjúkdómur stendur nokkrum starfsmönnum hjá Tengi nærri. Sjúkdómurinn er oftast kallaður DM en á íslenskri tungu hefur hann hlotið heitið spennuvisnun. DM er erfðasjúkdómur og er algengasti vöðvavisnunarsjúkdómurinn í fullorðnum. Sjúkdómurinn er fjölkerfa sjúkdómur sem hefur áhrif á marga hluta líkamans. Vegna fjölkerfaáhrifa sjúkdómsins þarfnast einstaklingar með hann mikils aðhalds, en þrátt fyrir að sjúkdómurinn hafi fyrst verið greindur árið 1903 þá eru lítil sem engin úrræði til staðar fyrir sjúklinga hér á landi. Engin lækning er til fyrir DM og aðeins er hægt að meðhöndla og milda einkennin hjá þeim sem greinast með sjúkdóminn. Með fyrirfram þökk og von um stuðning.

Hver sem er getur heitið á þá sem hlaupa fyrir góð málefni í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka upphæð að eigin vali. Þannig er hægt að hvetja hlauparana til dáða og láta jafnframt gott af sér leiða.

Safnar styrkjum fyrir DM félag Íslands
Samtals safnað 19.000kr.
STÖÐUÞRÁÐUR HLAUPARA
Nýir styrkir
Fyrir 3 mánuðum síðan

 • Sigurjón frændi

  5.000kr.

  Arnar koma svo
 • Marín og Andri

  5.000kr.

  Áfram Arnar, sjáumst á laugardaginn. Cheers M&A
 • Andri Þór

  5.000kr.

  Áheit með greiðslukorti
 • SMS áheit

  2.000kr.

  Áheit barst í gegnum SMS
 • Nafnlaus

  2.000kr.

  Nafnlaust áheit barst
Fyrri 
Síða 1 af 1
Næsta 

Samtals áheit:5

Skilaboð til keppanda