SKB fjölskyldur #2748

Vegalengd 317 km

Þessi hópur er stofnaður af foreldrum barna sem greinst hafa með krabbamein. Við erum öll félagsmenn í SKB (Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna) og viljum safna fyrir félagið okkar. Þessi hópur er fyrir alla sem vilja hlaupa með okkur og styðja krabbameinssjúk börn. Við hvetjum foreldra, systkini, afa, ömmur, frænkur, frændur, vini og vinkonur til að hlaupa með! Það eru meira að segja einhverjar hetjur sem ætla líka að hlaupa! Við hlökkum til að sjá ykkur í hlaupaskónum þann 24. ágúst þegar við hlaupum saman til góðs.<3 Endilega gangið í hlaupahópinn SKB fjölskyldur hér á hlaupastyrkur.is og svo á facebook. Við munum deila upplýsingum þar varðandi pöntun á bolum, upphitun og fleira skemmtilegt. Skoppa og Skrítla ætla að hlaupa 3 KM með börnunum og öllum sem vilja hlaupa með okkur. Þeir sem hlaupa lengra (10 KM eða 21 KM) koma og hitta okkur eftir sitt hlaup og taka þátt í gleðinni fyrir 3 KM hlaupið!

Hver sem er getur heitið á þá sem hlaupa fyrir góð málefni í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka upphæð að eigin vali. Þannig er hægt að hvetja hlauparana til dáða og láta jafnframt gott af sér leiða.

Samtals safnað 3.652.025kr.
Áheit á hópinn 11.000kr.
Áheit á einstaklinga í hópnum 3.641.025kr.
Athugið að hópurinn og einstaklingarnir í hópnum geta verið að safna fyrir mismunandi félög. Áheit á einstaklinga í hópnum fara til þess félag sem einstaklingurinn valdi. Áheit beint á hópinn sjálfan sem gerð eru á þessari síðu fara hinsvegar öll á félagið sem hópurinn valdi.
STÖÐUÞRÁÐUR HLAUPARA
Nýir styrkir
Fyrir 2 mánuðum síðan

 • 2.000kr.

  Áfram frænkur mínar
 • Daði Helgason

  3.000kr.

  eruð með þetta!
 • Marta

  1.000kr.

  Fyrir börn :)
 • Munda langamma

  5.000kr.

  Áfram Caritas Rós

Samtals áheit:4

Skilaboð til keppanda