Caritas Rós Tinnudóttir #2741

Vegalengd Skemmtiskokk

Hæ, ég heiti Caritas Rós og ég er að verða 6 ára í september. Ég fékk það erfiða verkefni þegar ég var aðeins 3 ára og 9 mánaða að berjast við krabbamein. Krabbameinið sem ég fékk heitir bráða eitilfrumuhvítblæði (ALL). Ég greindist þann 12. júní 2017 og verð í lyfjameðferð þangað til í desember á þessu ári. Ég er ótrúlega hress og skemmtileg stelpa og hefur lyfjameðferðin mín gengið eins og í sögu. SKB hefur staðið við bakið á mér og fjölskyldunni minni frá því stuttu eftir að ég greindist og ætla ég að hlaupa 3 km til styrktar SKB ásamt mömmu minni og ömmu Svövu.

Hver sem er getur heitið á þá sem hlaupa fyrir góð málefni í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka upphæð að eigin vali. Þannig er hægt að hvetja hlauparana til dáða og láta jafnframt gott af sér leiða.

Samtals safnað 108.000kr.
STÖÐUÞRÁÐUR HLAUPARA
Nýir styrkir
Fyrir 25 dögum síðan

 • Lopi ehf

  54.000kr.

  Go girl
 • Aðdáandi nr.1 ?

  6.000kr.

  Flotta hetjan mín
 • Kristófer Veigar

  5.000kr.

  Gangi ykkur vel ! Kristófer Veigar
 • SMS áheit

  2.000kr.

  Áheit barst í gegnum SMS
 • Una og Mirra

  1.000kr.

  Duglega Carítas
 • Afi long kowboy Húrra

  5.000kr.

  Húrra fyrir Caritas Rós
Fyrri 
Síða 1 af 3
Næsta 

Samtals áheit:14

Skilaboð til keppanda
Fyrir 28 dögum síðan

Takk!

Kæra Caritas Rós. Takk fyrir að láta áheit á þig í Reykjavíkurmaraþoni renna til Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna. Við minnum á facebook-hópinn Ég hleyp fyrir SKB í Reykjavíkurmaraþoni og hvatningarstöð félagsins í Ánanaustum á laugardagsmorgun (https://www.facebook.com/events/2470398639908895/). Við biðjum þig líka að kíkja í SKB-básinn á sýningunni FIt & run í Laugardalshöll þar sem við afhendum öllum sem hlaupa fyrir félagið mittistösku í þakklætisskyni. Bestu kveðjur og gangi þér vel!

21 ágú. 2019
SKB