Caritas Rós dóttir mín, greindist með bráða eitilfrumuhvítblæði þann 12. júlí 2017. Daginn eftir, þann 13. júlí hefur hún lyfjameðferð á Barnaspítalanum sem hún mun ljúka í desember á þessu ári. Styrktarfélag Krabbameinssjúkra barna bauð okkur á fund til sín fljótlega eftir greiningu og hafa þau staðið við bakið á okkur allar götur síðan. Við Caritas ætlum að hlaupa ásamt ömmu Svövu til styrktar SKB, þar sem félagið hefa staðið svo vel við bakið á okkur ásamt fleirum í okkar stöðu.
Caritas Rós: https://www.hlaupastyrkur.is/einstaklingar/keppandi?cid=71669
Hver sem er getur heitið á þá sem hlaupa fyrir góð málefni í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka upphæð að eigin vali. Þannig er hægt að hvetja hlauparana til dáða og láta jafnframt gott af sér leiða.