Hanna Margrét Jónsdóttir #2644

Vegalengd 21km

Ég ætla að hlaupa mitt fyrsta hálfmaraþon í Reykjavíkurmaraþoninu 24. ágúst til styrktar Ljósinu (endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein og aðstandendur þess) í minningu Njáls Þórðarsonar eða Njalla eins og hann var kallaður af fjölskyldu og vinum. Njalli er pabbi Kötlu vinkonu minnar og lést langt um aldur fram þann 23. Júní 2018 eftir harða baráttu við krabbamein. Það var ótrúlega erfitt, ósanngjarnt og sorlegt að horfa uppá Kötlu, Yrsu systur hennar og Þóru mömmu þeirra þurfa að ganga í gegnum þá þrautargöngu að missa föður og eiginmann í blóma lífsins. Þrátt fyrir að árið hafi verið erfitt fyrir þær mæðgur þá hafa þær sýnt ótrúlegan styrk frá fráfalli Njalla og hafa lagt áherslu á það að njóta lífsins til fulls og taka þátt í öllum þeim tækifærum sem á vegi þeirra hafa legið þrátt fyrir allt. Ég er viss um að Njalli er að rifna úr stolti yfir dömunum sínum þremur.

Hver sem er getur heitið á þá sem hlaupa fyrir góð málefni í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka upphæð að eigin vali. Þannig er hægt að hvetja hlauparana til dáða og láta jafnframt gott af sér leiða.

Samtals safnað 210.000kr.
STÖÐUÞRÁÐUR HLAUPARA
Nýir styrkir
Fyrir 1 mánuði síðan

 • Bína & Geir

  10.000kr.

  Við erum stolt af þér hlaupakona!
 • Cole Sprouse

  7.000kr.

  Hanna, you are amazing :)
 • Lovísa

  3.000kr.

  Glæsilegt :)
 • SMS áheit

  1.000kr.

  Áheit barst í gegnum SMS
 • María og Reynir

  3.000kr.

  Flott hjá þér Hanna Margrét
 • Reynir Þormar Þórisson

  5.000kr.

  Áheit með greiðslukorti
Fyrri 
Síða 1 af 7
Næsta 

Samtals áheit:37

Skilaboð til keppanda
Fyrir 2 mánuðum síðan

Boð í árlega pastaveislu Ljóssins

Kæra Hanna, Ljósið býður maraþonhlaupurum, aðstandendum og klöppurum í fræðandi pastaveislu! Mánudaginn 19. ágúst klukkan 17:00 ætlum við að bjóða uppá pastasalat og fræðandi fyrirlestur fyrir þá sem ætla að hlaupa fyrir Ljósið í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka. Í ár ætlar Gunnar Ármannsson, hlaupagarpur, að fjalla um hlaup og krabbamein en sjálfur greindist hann með ólæknandi blóðkrabbamein 38 ára gamall. Við ætlum líka að afhenda sérmerktu maraþon-bolina okkar. Við hlökkum mikið til að sjá þig!

13 ágú. 2019
Ljósið