Guðlaugur Unnar Níelsson #2622

Vegalengd 10km

Ég greindist með snemmkominn Alzheimer fyrir rúmu ári, 62 ára. Greiningin var áfall og verstu grunsemdir staðfestar. Vitneskjan er þó ómetanleg. Hún gefur manni tækifæri á að bregðast við því sem maður getur stjórnað (hugarfarið, mataræðið, hreyfingin ofl) og sætta sig við það sem maður fær ekki breytt. Ég kynntist Alzheimersamtökunum í byrjun ársins. Innan vébanda þeirra eru sérfræðingar á mörgum sviðum til þjónustu reiðubúnir og sem gott er að leita til. Þar hittist líka reglulega hópur fólks sem er í sömu sporum og ég, með snemmkominn Alzheimer. Það skiptir máli og styrkir mann. Ég hef ákveðið að ganga 10 km í Reykjavíkurmaraþoninu í ár, jafnvel með smá skokk ívafi. Og með 10 km langar mig að safna styrkjum fyrir Alzheimersamtökin. Þar eru okkar talsmenn og þar sækjum við stuðning og fáum svör við hugðarefnum okkar. Takk fyrir stuðninginn.

Hver sem er getur heitið á þá sem hlaupa fyrir góð málefni í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka upphæð að eigin vali. Þannig er hægt að hvetja hlauparana til dáða og láta jafnframt gott af sér leiða.

Safnar styrkjum fyrir Alzheimersamtökin
Markmiði náð150.000kr.
104%
Samtals safnað 156.000kr.
STÖÐUÞRÁÐUR HLAUPARA
Nýir styrkir
Fyrir 2 mánuðum síðan

 • Nafnlaus

  2.000kr.

  Vonandi gekk þér vel :)
  Gott málefni
 • Ragnheiður Elísa Guðnadóttir

  1.000kr.

  Áheit með greiðslukorti
 • Arnar Ragnarsson

  5.000kr.

  Áheit með greiðslukorti
 • Edda Lúðviksdóttir

  2.000kr.

  Gangi þér vel
 • Nonni

  2.000kr.

  Áheit með greiðslukorti
 • Ransý Einarsd

  5.000kr.

  Áheit með greiðslukorti
Fyrri 
Síða 1 af 8
Næsta 

Samtals áheit:43

Skilaboð til keppanda
Fyrir 2 mánuðum síðan

kveðja frá samtökunum

Kærar þakkir fyrir stuðninginn, við bendum á facebooksíðu hlaupahópsins: https://www.facebook.com/Alzheimersamtokinhlaupahopur/. Minnum á móttöku fyrir hlaupara sem verður 21.ágúst kl. 16:30 Hátúni 10. Sjáumst hress og gangi þér vel á laugardaginn!

19 ágú. 2019
Alzheimersamtökin

Áheit

Gangi þér vel

24 jún. 2019
Jóhanna og Garðar

Vel gert!!!

Kæri Guðlaugur, takk kærlega fyrir að hlaupa fyrir Alzheimersamtökin!!! Við bendum á facebooksíðu hlaupahópsins: https://www.facebook.com/Alzheimersamtokinhlaupahopur/ Þar má finna upplýsingar um ýmsar uppákomur í sumar. Gangi þér vel og hlökkum til að sjá þig í hlaupinu!

24 jún. 2019
Alzheimersamtökin