Ragna Þóra Ragnarsdóttir #2621

Vegalengd 10km

Haustið 2016 fór ég að velta fyrir mér breytingum sem mér fannst ég merkja á manninum mínum. Þær voru reyndar ekki miklar; einstaka gleymska og einstaka endurtekningar, örlítil félagsfælni var farin að gera vart við sig og smá skapgerðarbreyting (hann var farinn að vera pirraður kannski einu sinni í mánuði). Hjá mér hringdi þetta bjöllum. Mamma mín var með Alzheimer. Ég þekkti einkennin. Maðurinn minn greindist með Alzheimer fyrir rúmlega ári síðan, þá 62 ára. Það var áfall. Vitneskjan er samt ómetanleg - það er gott að vita. Við kynntumst Alzheimersamtökunum í byrjun ársins. Fyrir utan að hitta þar fólk sem er í sömu sporum og við – sem getur miðlað okkur af sinni reynslu og öfugt – eru þar öflugir málsvarar heilabilaðra sem ómetanlegt er að eiga að. Þangað sækjum við stuðning. Ég ætla að ganga með Gulla og vinum 10 km í Reykjavíkurmaraþoninu á laugardaginn til styrktar Alzheimersamtökunum. Takk fyrir stuðninginn. „Munum þá sem gleyma“

Hver sem er getur heitið á þá sem hlaupa fyrir góð málefni í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka upphæð að eigin vali. Þannig er hægt að hvetja hlauparana til dáða og láta jafnframt gott af sér leiða.

Safnar styrkjum fyrir Alzheimersamtökin
Markmiði náð50.000kr.
104%
Samtals safnað 52.000kr.
STÖÐUÞRÁÐUR HLAUPARA
Nýir styrkir
Fyrir 2 mánuðum síðan

 • Addý

  2.000kr.

  Áheit með greiðslukorti
 • Gróa-Binni

  2.000kr.

  Duglegust
 • Hrefna

  5.000kr.

  "Munum þá sem gleyma"
 • Asgeir

  10.000kr.

  Áheit með greiðslukorti
 • Sólveig Filippusdóttir

  2.000kr.

  Áfram áfram....
 • SMS áheit

  5.000kr.

  Áheit barst í gegnum SMS
Fyrri 
Síða 1 af 3
Næsta 

Samtals áheit:16

Skilaboð til keppanda
Fyrir 3 mánuðum síðan

Takk fyrir stuðninginn

Kærar þakkir fyrir stuðninginn. Við bendum á facebooksíðu hlaupahópsins: https://www.facebook.com/Alzheimersamtokinhlaupahopur/. Minnum á móttöku fyrir hlaupara sem verður 21.ágúst kl. 16:30 Hátúni 10. Sjáumst hress og gangi þér vel á laugardaginn!

19 ágú. 2019
Alzheimersamtökin

Vel gert!!!

Kæra Ragna, takk kærlega fyrir að hlaupa fyrir Alzheimersamtökin!!! Við bendum á facebooksíðu hlaupahópsins: https://www.facebook.com/Alzheimersamtokinhlaupahopur/ Þar má finna upplýsingar um ýmsar uppákomur í sumar. Gangi þér vel og hlökkum til að sjá þig í hlaupinu!

24 jún. 2019
Alzheimersamtökin