Í ár mun ég hlaupa maraþon til styrktar Alzheimersamtakana. Ég ætla að hlaupa fyrir mömmu sem greindist fyrir tæplega þremur árum síðan aðeins 51 árs gömul.
Það sem ég hef lært á þessum tíma er að vera þakklát fyrir hvern dag og njóta þess að fá að vera til! Mamma er frábær fyrirmynd og ég gæti ekki verið heppnari með að hafa lent í fanginu hennar fyrir 30 árum síðan. Mottóið Gleymum ekki gleðinni á svo sannarlega við mömmu þar sem jákvæðnin er alltaf í fyrirrúmi hjá henni!
Ég yrði ótrulega þakklát ef þú myndir styrkja Alzheimersamtökin og mig á sama tíma!
Hver sem er getur heitið á þá sem hlaupa fyrir góð málefni í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka upphæð að eigin vali. Þannig er hægt að hvetja hlauparana til dáða og láta jafnframt gott af sér leiða.