Gylfi Gunnarsson #2226

Vegalengd 10km

2012 greindist ég með nýrnakrabbamein og byrjaði þá í Ljósinu á byrjandanámskeiði. Fékk strax mikinn stuðning og vissu fyrir því að það er líf eftir krabba. Mesta stoðin er samt fyrir sálartetrið og þessi gríðarlega umhyggja sem starfsfólk Ljóssin gefur manni. Árið 2017 á 5 ára útskriftarafmæli nýrnakrabbans greinist ég með annað óskilt krabbamein, sem ég er að tækla núna og gengur vel. Ég hljóp 10 km 2018 fyrir Ljósið óundirbúinn og ákveðið 4 dögum fyrir hlaup. Gekk framar vonum. Nú hleyp ég # 2226 aftur 10 km fyrir Ljósið og stefni á bætingu á öllum sviðum, tíma og söfnun. Með mér hlaupa synir mínir Bjarni Már #3643, sem ætlar heilt maraþon og Egill #4408 sem fer hálft maraþon og dóttir Bjarna Más, Bergdís # 5563. Sannkallaður fjölskylduhlaupadagur.

Hver sem er getur heitið á þá sem hlaupa fyrir góð málefni í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka upphæð að eigin vali. Þannig er hægt að hvetja hlauparana til dáða og láta jafnframt gott af sér leiða.

Markmið 10.000kr.
80%
Samtals safnað 8.000kr.
STÖÐUÞRÁÐUR HLAUPARA
Nýir styrkir
Fyrir 3 mánuðum síðan

 • Einar Sveinn og Ingibjörg

  5.000kr.

  Áheit með greiðslukorti
 • SMS áheit

  2.000kr.

  Áheit barst í gegnum SMS
 • Nafnlaus

  1.000kr.

  Glæsilegt hjá ykkur feðgum. Skelli áheiti á línuna og gangi þér og ykkur öllum vel :)

Samtals áheit:3

Skilaboð til keppanda