Eyþór Örn Eyjólfsson #2175

Vegalengd 10km

Ég hleyp fyrir Einstök börn sem er stuðningsfélag fyrir börn með sjaldgæfa sjúkdóma og heilkenni. Ég hleyp í drekabúningi sem er tákn Einstakra barna. Drekinn er einnig einhyrningur og því einstakur eins og öll börnin í félaginu. Ég hleyp 10 kílómetra í búningnum sem er alls ekkert auðvelt, markmiðið mitt er að hlaupa á innan við 60 mínútum. Líf einstakra barna er nefnilega alls ekkert auðvelt en þau lifa með sínum sjúkdómi alla sína ævi. Ástæða þess að ég hleyp til stuðnings Einstakra barna er að árið 2012 greindist Daníel Örn sonur minn þá 9 ára með sjaldgjæfan sjúkdóm sem heitir Tuberous Sclerosis eða Hnjóskahersli. Við höfum verið í félagi einstakra barna frá því hann greindist og hafa Einstök börn reynst okkur fjölskyldunni vel. Fyrir okkur sem erum í þessum sporum er mikilvægt að hafa félag eins og Einstök börn. Einstök börn þurfa á mínum stuðningi að halda og þarf ég á ykkar hjálp að halda til að geta lagt mitt að mörkum til Einstakra barna.

Hver sem er getur heitið á þá sem hlaupa fyrir góð málefni í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka upphæð að eigin vali. Þannig er hægt að hvetja hlauparana til dáða og láta jafnframt gott af sér leiða.

Styrkja með SMS

Sendu skilaboðin 2175 í símanúmerin til að styrkja

1.000 kr.1.000 kr
2.000 kr.2.000 kr
5.000 kr.5.000 kr

901 1000

901 2000

901 5000

Markmið 100.000kr.
33%
Samtals safnað 33.000kr.
STÖÐUÞRÁÐUR HLAUPARA
Nýir styrkir
Fyrir 7 dögum síðan

 • Steina og Doddi

  5.000kr.

  Áfram Eyþór!!!!
 • Kalló

  5.000kr.

  Þú ert flottastur.
 • SMS áheit

  1.000kr.

  Áheit barst í gegnum SMS
 • TomasSveins

  1.000kr.

  Eins og vinur minn rocky sagði - you’re Gonna eat lightning and you’re gonna carp thunder
 • Eydda frænka

  1.000kr.

  U GOT THIS !! Whooho
 • Mamma

  5.000kr.

  Gangi þér vel sonur
Fyrri 
Síða 1 af 2
Næsta 

Samtals áheit:9

Skilaboð til keppanda