Pink Iceland teymið hleypur til styrktar S'78. Pink Iceland sérhæfir sig í ferðum, viðburðum og brúðkaupum fyrir hinsegin ferðamenn (LGBTQI+). Án Samtakanna'78 væri Pink Iceland ekki til. Þessi söfnun er þakklætisvottur til þeirrar þrotlausu baráttu sem Samtökin hafa staðið í síðustu 40 ár. Takk fyrir að hjálpa okkur að öðlast þau lífsgæði sem við búum við í dag! Baráttunni er ekki nærri lokið og við viljum halda áfram að hlaupa að markmiðum um bætt mannréttindi saman.
Hver sem er getur heitið á þá sem hlaupa fyrir góð málefni í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka upphæð að eigin vali. Þannig er hægt að hvetja hlauparana til dáða og láta jafnframt gott af sér leiða.