Ólína Ýr Björnsdóttir #1997

Vegalengd 21km

Ég ætla að hlaupa til styrktar Gleym-mér-ei því að ég hef gengið í gegnum það að missa fóstur, ganga í gegnum erfiða fæðingu og fara tómhent heim af fæðingardeildinni árið 2014. Þetta hefur setið í mér lengi og langar mig að taka af skarið núna og hlaupa til styrktar þessa félags bæði til að hjálpa þeim og mér andlega. Gleym-mér-ei er með þann tilgang að halda utan um styrktarsjóð sem notaður er til að styrkja ýmis málefni í tengslum við missi barns á meðgöngu og í/eftir fæðingu. Margt smátt gerir eitt stórt ??

Hver sem er getur heitið á þá sem hlaupa fyrir góð málefni í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka upphæð að eigin vali. Þannig er hægt að hvetja hlauparana til dáða og láta jafnframt gott af sér leiða.

Safnar styrkjum fyrir Gleym-mér-ei Styrktarfélag
Samtals safnað 111.000kr.
STÖÐUÞRÁÐUR HLAUPARA
Nýir styrkir
Fyrir 2 mánuðum síðan

 • Hulda Matthíasdóttir

  5.000kr.

  Áheit með greiðslukorti
 • Eva Berglind

  1.000kr.

  Áheit með greiðslukorti
 • SMS áheit

  5.000kr.

  Áheit barst í gegnum SMS
 • Mamma og pabbi

  11.000kr.

  Baráttukveðjur Ólína !
 • Lóa

  5.000kr.

  Áfram þú elsku Ólína. Hefði svo viljað að það hefðu verið komnar vöggur þegar þú og Íris mín misstuð litlu englana ykkar. Takk fyrir að hlaupa fyrir þennan màlstað.
 • Katrín Auðbjörg

  10.000kr.

  Ég vissi ekki af þessu fyrr en fyrir stuttu. Þú ert hörkudugleg. Alltaf brosandi og kát þegar ég kem og sæki Halldoru og Þoru á leikskolann. Þú massar þetta
Fyrri 
Síða 1 af 4
Næsta 

Samtals áheit:24

Skilaboð til keppanda
Fyrir 5 mánuðum síðan

Þakklæti

Þakka þér og þínum nánustu innilega fyrir stuðninginn. Maraþonið er eina fjáröflunin fyrir okkar félag, hver 20.000 kr er einn minningarkassi, og við gefum um það bil 150 á ári. Við erum með hóp á facebook fyrir hlaupara: https://www.facebook.com/groups/1351614298185725/ Bestu kveðjur Anna Lisa

19 jún. 2019
Gleym mér ei