Ég ætla að taka þátt í fyrsta skipti og hlaupa 10km fyrir Gleym-mér-ei (https://www.gleymmerei-styrktarfelag.is/).
Góðir vinir mínir fengu því miður að kynnast þeirra starfi fyrr á árinu þegar dóttir þeirra Fanney lést skömmu eftir fæðingu. Þeim fannst stuðningurinn frá Gleym-mér-ei ómetanlegur og því langar mig að leggja mitt af mörkum.
Hver sem er getur heitið á þá sem hlaupa fyrir góð málefni í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka upphæð að eigin vali. Þannig er hægt að hvetja hlauparana til dáða og láta jafnframt gott af sér leiða.