Karl Andrés Gíslason #1813

Vegalengd 10km

Ég ætla hlaupa fyrir Gleym-mér-ei Styrktarfélag og það óeigingjarna starf sem félagið hefur unnið síðan 2013 þegar það var stofnað. Það er lífsreynsla sem engum er hægt að óska að missa barnið sitt, það gerist þó og gerir oft engin boð á undan sér. Það er því ótrúlega fallegt hversu vel er haldið utan um foreldra sem missa. Elsku stúlkan mín, Fanney Karlsdóttir fæddist 18 Janúar 2019 eftir 32 vikna meðgöngu. Fæðingin gekk vel en litla stúlkan okkar náði sér ekki á strik eftir að hún fór úr öruggu skjóli móður sinnar. Hjartgalli orsakaði að hún náði ekki upp súrefnismettun í blóðinu og því lést hún síðar um morguninn í faðmi foreldra sinna. Af þessari litlu stúlku er mikill söknuður, það var því ákveðið af vinum hennar Fanneyjar og foreldrum að stofna hlaupahópinn Vinir Fanneyjar og hlaupa fyrir Gleym-mér-ei styrktarfélag.

Hver sem er getur heitið á þá sem hlaupa fyrir góð málefni í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka upphæð að eigin vali. Þannig er hægt að hvetja hlauparana til dáða og láta jafnframt gott af sér leiða.

Safnar styrkjum fyrir Gleym-mér-ei Styrktarfélag
Markmiði náð100.000kr.
220%
Samtals safnað 220.000kr.
STÖÐUÞRÁÐUR HLAUPARA
Nýir styrkir
Fyrir 3 mánuðum síðan

 • Kristinn & Gréta

  5.000kr.

  Áheit með greiðslukorti
 • Áslaug Eiríks

  3.000kr.

  Hjartans kveðjur (og smá síðbúið pepp) :)
 • Amma

  5.000kr.

  Gangi ykkur vel, elskurnar
 • AJ

  1.000kr.

  Verður easy
 • Björg og Örn

  5.000kr.

  Áheit með greiðslukorti
 • Sigrún Sigm.

  1.000kr.

  Áfram Kalli! Treysti á að þú hlaupir með 3150 BLE oximeter ;)
Fyrri 
Síða 1 af 9
Næsta 

Samtals áheit:50

Skilaboð til keppanda
Fyrir 5 mánuðum síðan

Þakklæti

Þakka þér og þínum nánustu innilega fyrir stuðninginn. Maraþonið er eina fjáröflunin fyrir okkar félag, hver 20.000 kr er einn minningarkassi, og við gefum um það bil 150 á ári. Við erum með hóp á facebook fyrir hlaupara: https://www.facebook.com/groups/1351614298185725/ Bestu kveðjur Anna Lisa

19 jún. 2019
Gleym mér ei