Elísabet Þórunn Guðnadóttir #1812

Vegalengd 10km

Ég ætla að hlaupa fyrir Gleym-mér-ei því félagið hjálpaði okkur þegar dóttir okkar Fanney Karlsdóttir lést í byrjun árs. Það undirbýr sig enginn fyrir það að missa barn og því er mikilvægt að fá stuðning á þeirri stundu. Gleym-mér-ei hjálpaði okkur að varðveita minningar um Fanneyju og þökk sé kælivöggunar sem félagið gaf fengum við að eyða meiri tíma með henni. Við verðum Gleym-mér-ei ævinlega þakklát og því langar okkur að leggja okkar að mörkum til að styðja við aðra foreldra sem lenda í þessari erfiðu lífsreynslu. Ég ætla að hlaupa fyrir Fanneyju og alla englana sem kvöddu þennan heim alltof snemma.

Hver sem er getur heitið á þá sem hlaupa fyrir góð málefni í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka upphæð að eigin vali. Þannig er hægt að hvetja hlauparana til dáða og láta jafnframt gott af sér leiða.

Styrkja með SMS

Sendu skilaboðin 1812 í símanúmerin til að styrkja

1.000 kr.1.000 kr
2.000 kr.2.000 kr
5.000 kr.5.000 kr

901 1000

901 2000

901 5000

Safnar styrkjum fyrir Gleym-mér-ei Styrktarfélag
Samtals safnað 59.000kr.
STÖÐUÞRÁÐUR HLAUPARA
Nýir styrkir
Fyrir 17 klukkustundum síðan

 • Sólveig Steinunn

  1.000kr.

  Pepp inní síðustu hlaupavikuna
 • Soffía

  1.000kr.

  Gangi ykkur vel elsku vinir <3 Hefði viljað hlaupa með hópnum ykkar en hef ekki enn ákveðið hvort ég muni hlaupa í ár. Massið þetta.
 • Klara og Daníel

  1.000kr.

 • Jónína

  5.000kr.

  Kostaðu huginn að herða
 • Anna Alexandra

  2.000kr.

  Áfram þið! <3
 • Fanney Sigurgeirsdóttir

  2.000kr.

  Áfram Elísabet :)
Fyrri 
Síða 1 af 4
Næsta 

Samtals áheit:22

Skilaboð til keppanda
Fyrir 2 mánuðum síðan

Takk

Þakka þér og þínum nánustu innilega fyrir stuðninginn. Maraþonið er eina fjáröflunin fyrir okkar félag, hver 20.000 kr er einn minningarkassi, og við gefum um það bil 150 á ári. Við erum með hóp á facebook fyrir hlaupara: https://www.facebook.com/groups/1351614298185725/ Bestu kveðjur Anna Lisa

19 jún. 2019
Gleym mér ei