Heiðrún Fivelstad #1795

Vegalengd 10km

Ég hleyp með glöðu geði og vindinn í hárinu fyrir Samtökin ‘78! Í ráðgjöfina okkar sækja ungir sem aldnir, ömmur og afar sem vilja styðja við barnabarnið sitt sem kom út úr skápnum, kennarar sem vilja styðja við hinsegin nemendur sína, foreldrar sem vilja styðja barnið sitt og síðast en alls ekki síst hinsegin fólk sem leitar ráða varðandi barneignarferli, fjölskylduvanda, kvíða, þunglyndi eða hvað eina sem hrjáir þau. Ég hef sjálf reynslu af því að nýta mér ráðgjafaþjónustuna, sem ég geri enn. Það er svo einstakt að geta talað við einhvern sem er hinsegin sjálfur, hefur verið í sömu sporum eða svipuðum og veit hvernig samfélagið okkar virkar innanborðs. Ég hleyp fyrir ráðgjafaþjónustuna því hún hefur veitt mér mikinn létti og gerir það fyrir margt fólk eins og mig á hverjum degi. Ég hleyp stolt fyrir Samtökin og þykir vænt um hvert áheiti sem þið sjáið ykkur fært um að veita!

Hver sem er getur heitið á þá sem hlaupa fyrir góð málefni í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka upphæð að eigin vali. Þannig er hægt að hvetja hlauparana til dáða og láta jafnframt gott af sér leiða.

Safnar styrkjum fyrir Samtökin 78
Markmið 100.000kr.
32%
Samtals safnað 32.000kr.
STÖÐUÞRÁÐUR HLAUPARA
Nýir styrkir
Fyrir 2 mánuðum síðan

 • Sóla

  2.000kr.

  Áheit með greiðslukorti
 • Margrét

  2.000kr.

  <3
 • Lilja

  1.000kr.

  BOMBA!
 • SMS áheit

  2.000kr.

  Áheit barst í gegnum SMS
 • Aur_á_cm

  10.000kr.

  Áheit með greiðslukorti
 • Steina Dögg

  2.000kr.

  Áheit með greiðslukorti
Fyrri 
Síða 1 af 2
Næsta 

Samtals áheit:12

Skilaboð til keppanda
Fyrir 3 mánuðum síðan

Áfram þú!

Þú átt eftir að standa þig vel í hlaupinu elsku Heiðrún! <3

15 júl. 2019
Vigdís Fríða