Sævar Skúli Þorleifsson #1768

Vegalengd 10km

Á mínum yngri árum komu augnablik þar sem ég var sannfærður að heimurinn væri engu bættari með mig í honum. Ástæðurnar voru oft lítilvægar og ómerkilegar þegar aftur er litið, en rauði þráðurinn var að mér fannst ég ekki vera í takt við mitt nánasta samfélag. Þetta er ekki eitthvað sem ég hef nokkurn tímann talað um opinskátt og eru hugsanir og tilfinningar sem ég hef alltaf skammast mín fyrir. En það hefur verið að renna upp fyrir mér að þetta er ákaflega algeng tilfinning og hjá mörgum er þetta ekki aðeins augnablik sem rennur hjá heldur er langvarandi ástand. Það er ástæðan fyrir að ég hleyp til styrktar Píeta samtökunum. Því með aukinni fræðslu og forvörnum er hægt að ná til fólks áður en það tekur ákvarðanir sem ekki verða teknar til baka. Lífið á það til að koma manni á óvart, en til þess að það geti gerst verður maður að gefa því tækifæri.

Hver sem er getur heitið á þá sem hlaupa fyrir góð málefni í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka upphæð að eigin vali. Þannig er hægt að hvetja hlauparana til dáða og láta jafnframt gott af sér leiða.

Samtals safnað 105.000kr.
STÖÐUÞRÁÐUR HLAUPARA
Nýir styrkir
Fyrir 3 mánuðum síðan

 • Guðríður

  5.000kr.

  Þú ert bestur <3
 • Leifur og Kiddy

  7.000kr.

  Áheit með greiðslukorti
 • Alda Dís

  2.000kr.

  Gangi þér vel!
 • Þórarinn Leifsson

  2.000kr.

  Þú massar þetta herra vaktstjóri!
 • SMS áheit

  2.000kr.

  Áheit barst í gegnum SMS
 • Jan

  5.000kr.

  Þú ert snillingur Sævar. Rústar þessu á laugardaginn og hlakka til að hlaupa með þér næstunni.
Fyrri 
Síða 1 af 5
Næsta 

Samtals áheit:25

Skilaboð til keppanda