Guðbjörg Margrét Sigurðardóttir #1761

Vegalengd 600m14

Árið 2017 þurfti ég að leita á Landspítalann gengin nær 27 vikur á meðgöngu vegna þess að ég hafði farið óvænt af stað og fengið hríðir. Ég var lögð inn og allt gert til að reyna stoppa komu drengsins, en svo varð ekki 5 sólahringum síðar, á 28 viku, kom drengurinn með látum í heimin. Hann var 5 merkur og var honum skutlað beint inní 'geimskip' á Vökudeildinni þar sem hann dvaldi í 68 daga. Hann er núna rúmlega 19 mánaða patti sem hleypur um og bræðir alla með brosi sínu. Fólkið á Vökudeildinni á allt okkar þakklæti og alla okkar ást, því stefni ég að því að safna eins miklu og ég get fyrir Vökudeildina í ár með því að fara með drengnum í 600m skemmtiskokk til að sanna að margur er knár þó hann sé smár.

Hver sem er getur heitið á þá sem hlaupa fyrir góð málefni í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka upphæð að eigin vali. Þannig er hægt að hvetja hlauparana til dáða og láta jafnframt gott af sér leiða.

Styrkja með SMS

Sendu skilaboðin 1761 í símanúmerin til að styrkja

1.000 kr.1.000 kr
2.000 kr.2.000 kr
5.000 kr.5.000 kr

901 1000

901 2000

901 5000

Samtals safnað 0kr.
STÖÐUÞRÁÐUR HLAUPARA
Skilaboð til keppanda