Diljá Rut Guðmundudóttir #1736

Vegalengd 21km

Gleym-er-ei er styrktarfélag fyrir foreldra sem hafa misst barn a meðgöngu eða í fæðingu. Félagið hjálpar þessum foreldrum að fóta sig eftir barnsmissir. Meðal annars með því að gefa þeim minningarkassa um barnið og halda úti stuðningshópum fyrir foreldraranna. Félagið sinnir gríðarlega viðkvæmu starfi, þau aðstoða fólk eftir ólýsanlegan missi og lýsa ljósi inn í líf fólks á þeirra myrkustu tímum. Ég hleyp fyrir hönd lítillar stúlku sem fékk hið fallega nafn Aníta. ég fékk aldrei að hitta hana, en hlakkaði samt svo ógurlega til að kynnast henni. Ég hleyp til að sýna foreldrum hennar stuðning í verki og til að gera Gleym-mér-ei mögulegt að halda áfram sínu góða starfi og hjálpa foreldrum á þessum dimmustu tímum lífs þeirra. Þeir sem vilja kynna sér starfssemi félagsins nánar bendi ég á heimasíðu https://www.gleymmerei-styrktarfelag.is/ Með fyrirframþökk - Diljá þeir sem vilja fylgjast með mér hlaupa bendi ég á instagrammið mitt @diljarut #fyriranitu #gleymmerei

Hver sem er getur heitið á þá sem hlaupa fyrir góð málefni í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka upphæð að eigin vali. Þannig er hægt að hvetja hlauparana til dáða og láta jafnframt gott af sér leiða.

Safnar styrkjum fyrir Gleym-mér-ei Styrktarfélag
Markmiði náð50.000kr.
208%
Samtals safnað 104.000kr.
STÖÐUÞRÁÐUR HLAUPARA
Nýir styrkir
Fyrir 3 mánuðum síðan

 • Nafnlaus

  2.000kr.

  Nafnlaust áheit barst
 • Pabbi

  12.000kr.

  Áfram stelpa þú getur þetta
 • Sveinn

  5.000kr.

  Áheit með greiðslukorti
 • Aldís Líf Vigfúsdóttir

  2.000kr.

  Koma svo Diljá þú rúllar þessu upp
 • Ragna og Konni

  10.000kr.

  Áfram Diljá! Við styðjum þig alla leið eins og þú hefur stutt okkur.
 • Linda Björk

  1.000kr.

  Frábær
Fyrri 
Síða 1 af 6
Næsta 

Samtals áheit:31

Skilaboð til keppanda
Fyrir 5 mánuðum síðan

Þakklæti

Þakka þér og þínum nánustu innilega fyrir stuðninginn. Maraþonið er eina fjáröflunin fyrir okkar félag, hver 20.000 kr er einn minningarkassi, og við gefum um það bil 150 á ári. Við erum með hóp á facebook fyrir hlaupara: https://www.facebook.com/groups/1351614298185725/ Bestu kveðjur Anna Lisa

19 jún. 2019
Gleym mér ei