Kristinn Þór Sigurjónsson #1697

Vegalengd 21km

Þetta árið ætla ég að hlaupa í nafni konu minnar sem hefur barist dag sem nótt við krabbamein í nokkur ár. Þarf því miður að uppfæra þetta með því að konan mín lét lífið í sinni baráttu í lok apríl á þessu ári. Það er ekki hægt að lýsa því hversu sárt það er að hafa hana ekki mér við hlið að reka mig út að æfa mig fyrir þetta hlaup, sennilega get ég sagt frá því eftir hlaupið þegar mig verkjar vegna skorts á æfingum. Hlaupið verður á eins árs brúðkaupsafmæli okkar og verður einstaklega gott að hlaupa í hennar nafni þennan dag og finna fyrir orku frá henni. Einnig ætla ég að hlaupa í minningu móður minnar sem hefði orðið 69 ára á árinu, en hún tapaði þessari orustu ári eftir að konan mín greindist fyrst. Tvær kjarnakonur þýðir tvöföld venjuleg vegalengd (21km) og tvöfalt markmið í áheitasöfnun. 10.000 á hvern kílómeter....við erum að tala um 10 kr metraverð - gjöf en ekki gjald Sá ekki annan kost en að tvöfalda aftur markmið í áheitasöfnuninni. Þakka góð viðbrögð.

Hver sem er getur heitið á þá sem hlaupa fyrir góð málefni í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka upphæð að eigin vali. Þannig er hægt að hvetja hlauparana til dáða og láta jafnframt gott af sér leiða.

Styrkja með SMS

Sendu skilaboðin 1697 í símanúmerin til að styrkja

1.000 kr.1.000 kr
2.000 kr.2.000 kr
5.000 kr.5.000 kr

901 1000

901 2000

901 5000

Markmið 420.000kr.
94%
Samtals safnað 395.810kr.
STÖÐUÞRÁÐUR HLAUPARA
Nýir styrkir
Fyrir 7 dögum síðan

 • Nafnlaus

  10.000kr.

  Nafnlaust áheit barst
 • SMS áheit

  2.000kr.

  Áheit barst í gegnum SMS
 • Team LSR

  10.000kr.

  Hlaupakveðja frá Team LSR
 • Dagný Jóhannsd.

  5.000kr.

  Lifi minningin um Ingveldi
 • Jóhanna og Gummi

  2.000kr.

  Áfram Kiddi
 • Nafnlaus

  2.000kr.

  Nafnlaust áheit barst
Fyrri 
Síða 1 af 12
Næsta 

Samtals áheit:72

Skilaboð til keppanda
Fyrir 2 mánuðum síðan

Áfram kæri frændi

Sterkur ert þú frændi í þessari miklu sorg🙏🏻 💕 en frábær málstaður og ég veit að þú getur þetta 🏃🏿‍♂️

08 maí 2019
Kristín Helgadóttir

💛

Lífið er langhlaup, áfram þú 💛

27 apr. 2019
Hrund Þórsdóttir