Af mörgum verðugum málefnum, þá hef ég valið að styrkja Alzheimersamtökin. Móðir mín hefur af æðruleysi tekist á við Alzheimersjúkdóminn undanfarin ár og notið þar liðstilli Fríðhúss, sem er ein af sérhæfðum dagþjálfunum sem eru í boði. Hefur þetta úrræði reynst mömmu gríðarlega vel og höfum við aðstandendur einnig fengið þaðan dýrmætan stuðning. Til að þakka fyrir þennan stuðning, þá ætla ég hlunkast rúmlega 21 kílómetra og vonandi sjá einhverjir sér fært um að styðja þetta góða málefni. Takk!
Hver sem er getur heitið á þá sem hlaupa fyrir góð málefni í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka upphæð að eigin vali. Þannig er hægt að hvetja hlauparana til dáða og láta jafnframt gott af sér leiða.