Gréta Rut Bjarnadóttir #1475

Vegalengd 21km

Ég ætla að hlaupa fyrir Gleym-mér-ei af því þetta félag hjálpaði okkur svo á erfiðum tímum þegar elsku strákurinn okkar Hinrik Leó fæddist andvana. Ég ætla að hlaupa fyrir hann og alla hina fallegu englana sem kvöddu þennan heim allt of snemma. Gleym-mér-ei hjálpaði okkur í gegnum erfiðustu tíma lífs okkar og hjálpuðu okkur í gegnum aðstæður sem engin á að þurfa að undirbúa sig undir í lífinu. Það sem Gleym-mér-ei gerði fyrir okkur voru td að veita okkur minningarkassa og gátum við þökk sé honum haldið betur utan um allar minningarnar sem við eignuðumst um Hinna litla. Einnig er Gleym-mér-ei búið að fjárfesta í kælivöggu og þökk sé henni gátum við haft Hinna litla hjá okkur í eina nótt. Þetta er bara brot af því sem Gleym-mér-ei gerir. Ég er ævinlega þakklát fyrir þetta félag og finnst mér mjög mikilvægt að styrkja það.

Hver sem er getur heitið á þá sem hlaupa fyrir góð málefni í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka upphæð að eigin vali. Þannig er hægt að hvetja hlauparana til dáða og láta jafnframt gott af sér leiða.

Styrkja með SMS

Sendu skilaboðin 1475 í símanúmerin til að styrkja

1.000 kr.1.000 kr
2.000 kr.2.000 kr
5.000 kr.5.000 kr

901 1000

901 2000

901 5000

Safnar styrkjum fyrir Gleym-mér-ei Styrktarfélag
Markmið 500.000kr.
81%
Samtals safnað 405.000kr.
STÖÐUÞRÁÐUR HLAUPARA
Nýir styrkir
Fyrir 27 mínútum síðan

 • Skúli&Dagmar

  5.000kr.

  Áheit með greiðslukorti
 • afi heimir

  20.000kr.

  áfram Gréta Rut
 • Ammaló

  15.000kr.

  Áfram Gréta Rut
 • Kristin heimisdottir

  25.000kr.

 • Anna Jóna

  3.000kr.

  Svo dugleg elsku Gréta, gangi þér vel!
 • Nafnlaus

  2.000kr.

  Nafnlaust áheit barst
Fyrri 
Síða 1 af 13
Næsta 

Samtals áheit:74

Skilaboð til keppanda
Fyrir 2 mánuðum síðan

Þakklæti

Þakka þér og þínum nánustu innilega fyrir stuðninginn. Maraþonið er eina fjáröflunin fyrir okkar félag, hver 20.000 kr er einn minningarkassi, og við gefum um það bil 150 á ári. Við erum með hóp á facebook fyrir hlaupara: https://www.facebook.com/groups/1351614298185725/ Bestu kveðjur Anna Lisa

19 jún. 2019
Gleym mér ei