Þröstur Elvar Óskarsson #1403

Vegalengd 21km

Í fyrra fengum við þær gleðifréttir að það væri nýr erfingi á leiðinni , að við ættum von á dóttur. Framan af gekk allt eins og í sögu en Fanney Þula dóttir okkar fæddist fyrir tímann, þann 28. ágúst síðastliðinn þar sem mikil gleði var að sjá hana en sorg á sama tíma að þurfa að kveðja þar sem hún lést sama dag. Á svona stundu stendur maður áttavilltur í gleði og sorg. Gleym mér ei kælivaggan gerði okkur kleift að vera með hana hjá okkur í nokkurn tíma og einnig fengum við gjafakassa sem í voru armband, bangsar og föt sem var hægt að klæða stelpuna okkar í. Í minningu Fanneyjar Þulu ætla ég að hlaupa hálft maraþon til styrktar Gleym-mér- ei og safna áheitum.

Hver sem er getur heitið á þá sem hlaupa fyrir góð málefni í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka upphæð að eigin vali. Þannig er hægt að hvetja hlauparana til dáða og láta jafnframt gott af sér leiða.

Safnar styrkjum fyrir Gleym-mér-ei Styrktarfélag
Samtals safnað 57.000kr.
STÖÐUÞRÁÐUR HLAUPARA
Nýir styrkir
Fyrir 2 mánuðum síðan

 • Ómar Gísli

  5.000kr.

  Gangi þér vel vinur
 • Atli Oddsson

  3.000kr.

  Heillaóskir!
 • Siggi og Sigrún

  5.000kr.

  Gangi þér vel
 • Hansi

  3.000kr.

  You go girl!!!
 • Ragna

  2.000kr.

  Áheit með greiðslukorti
 • Bragi Þór

  3.000kr.

  Áfram þú og þið. Kærleika og kraftakveðja !
Fyrri 
Síða 1 af 3
Næsta 

Samtals áheit:14

Skilaboð til keppanda
Fyrir 5 mánuðum síðan

Þakklæti

Þakka þér og þínum nánustu innilega fyrir stuðninginn. Maraþonið er eina fjáröflunin fyrir okkar félag, hver 20.000 kr er einn minningarkassi, og við gefum um það bil 150 á ári. Við erum með hóp á facebook fyrir hlaupara: https://www.facebook.com/groups/1351614298185725/ Bestu kveðjur Anna Lisa

19 jún. 2019
Gleym mér ei