Öll börn eru einstök.
Þau sem eru veik og með sjaldgæfa sjúkdóma, þurfa stuðning og fjölskyldurnar einnig. Þess vegna langar mig að leggja mitt af mörkum.
Markmið félagsins er að styðja við bakið á fjölskyldum þessara barna. Gæta hagsmuna þeirra innan sem utan sjúkrahúsa og fræða almenning um sjaldgæfa sjúkdóma.
Hver sem er getur heitið á þá sem hlaupa fyrir góð málefni í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka upphæð að eigin vali. Þannig er hægt að hvetja hlauparana til dáða og láta jafnframt gott af sér leiða.