Guðrún Björk Geirsdóttir #1184

Vegalengd 21km

Fíkn er vaxandi vandamál á Íslandi. Dómharka almennings er mikil – og fordómar gagnvart fíklum er gríðarleg. Fíkn getur komið upp í öllum fjölskyldum – er þín kannski næst? Fíklar eru í meiri áhættu en aðrir gagnvart því að fá ákveðna sjúkdóma, svo sem lifrarbólgu og HIV. Frú Ragnheiður vinnur frábært starf sem miðar að því að auka aðgengi fíkla að fræðslu, hreinum nálum, sáraaðhlynningu auk annarar þjónustu sem öll miðar að því að stuðla að betra heilbrigði fíkla. Þetta starf minnkar dýra heilbrigðisþjónustu, og jafnframt minnkar líkur á að notaðar sprautur rati á staði þar sem þær eru hættulegar börnum – því hjá Frú Ragnheiði er hægt að skila inn notuðum sprautum. Ég hleyp fyrir frú Ragnheiði – því ég tel að starf það sem þar fer fram er ómetanlegur liður í því að minnka skaðsemi fíkniefna

Hver sem er getur heitið á þá sem hlaupa fyrir góð málefni í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka upphæð að eigin vali. Þannig er hægt að hvetja hlauparana til dáða og láta jafnframt gott af sér leiða.

Samtals safnað 28.000kr.
STÖÐUÞRÁÐUR HLAUPARA
Nýir styrkir
Fyrir 2 mánuðum síðan

 • Sigga og Halldór

  2.000kr.

  Áheit með greiðslukorti
 • Kristín Hjörleifsdóttir

  3.000kr.

  Áheit með greiðslukorti
 • progastro

  5.000kr.

  nagli
 • Glæsir

  5.000kr.

  Áheit með greiðslukorti
 • Ingunn

  2.000kr.

  Þú átt eftir að rúlla þessu upp duglega kona. Áfram Gúa :)
 • SMS áheit

  5.000kr.

  Áheit barst í gegnum SMS
Fyrri 
Síða 1 af 2
Næsta 

Samtals áheit:9

Skilaboð til keppanda