Á hverjum degi þá fer mamma mín í Drafnarhús sem að Alzheimersamtökin reka. Engin orð geta lýst því hversu vel er hugsað um hana þar og hversu vel henni líður þar.
Það er því sjálfsagt að reyna að leggja mitt af mörkum til þess að borga til baka með því að hlaupa til styrktar samtökunum.
Hver sem er getur heitið á þá sem hlaupa fyrir góð málefni í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka upphæð að eigin vali. Þannig er hægt að hvetja hlauparana til dáða og láta jafnframt gott af sér leiða.