Alexander Breki Jónsson #3942

Vegalengd 42km

Ég hleyp fyrir Ljósið, endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda í nafni Birkis Fannars Harðarsonar en hann hefur síðastliðið rúmt ár glímt við illvígt krabbamein aðeins 19 ára gamall og sýnt ótrúlegt æðruleysi í sinni baráttu. Fjölskylda Birkis Fannars, þau María, Hörður og Jökull eru okkur mjög kær og góðir vinir okkar. Pabbi Birkis Fannars,Hörður Guðjónsson, hefur alla tíð gefið mér góð og dýrmæt ráð á mínum hlaupaferli og hvatt mig áfram og á stóran þátt í því að ég er núna að fara að hlaupa mitt fyrsta maraþon og það er mér sannur heiður að hlaupa fyrir Ljósið og Birki Fannar.

Hver sem er getur heitið á þá sem hlaupa fyrir góð málefni í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka upphæð að eigin vali. Þannig er hægt að hvetja hlauparana til dáða og láta jafnframt gott af sér leiða.

Hefur safnað 590.000kr.
STÖÐUÞRÁÐUR HLAUPARA
Nýir styrkir
Fyrir 3 mánuðum síðan

 • Hólmar

  5.000kr.

  Áheit með greiðslukorti
 • Fjölskyldan í Haðalandi 9

  10.000kr.

  Vel gert!
 • Þórður Jónsson

  5.000kr.

  Áheit með greiðslukorti
 • Krulli og Davíð

  10.000kr.

  Allez Birkir Fannar!
 • SMS áheit

  1.000kr.

  Áheit barst í gegnum SMS
 • SMS áheit

  2.000kr.

  Áheit barst í gegnum SMS
Fyrri 
Síða 1 af 15
Næsta 

Samtals áheit:86

Skilaboð til keppanda
Fyrir 4 mánuðum síðan

Run Forrest

Þú ert greinilega með gott hjarta :) Gangi þér rosalega vel í þínu fyrsta maraþoni, kv. ein sem ætlar "bara" að hlaupa 1/2 maraþon :)

07 ágú. 2018
Ókunn

Facebook hópur fyrir Ljósahlaupara

Kæri hlaupari. Okkar allra bestu þakkir fyrir að hlaupa fyrir Ljósið. Við viljum hvetja þig til að koma í Facebookhópinn okkar sem stofnaður hefur verið fyrir þá sem hlaupa og safna áheitum fyrir Ljósið. Hópurinn heitir,, Ljósið – Reykjavíkurmaraþon“ og slóðin er: https://www.facebook.com/groups/2022368147782110/ Eins vekjum við athygli á skokk- og hlaupahóp Ljóssins sem æfir á þriðjudögum kl. 15:30 og þú ert velkomin/nn með. Hlökkum til að sjá þig – gangi þér vel. Kveðja, Ljósið

31 júl. 2018
Ljósið