Særún Lea Guðmundsdóttir #2792

Vegalengd 10km

Í byrjun þessa árs fengum við staðfestingu á þeim hugmyndum sem búið hafa í hjarta mínu í töluverðan tíma - en þá fengum við í hendurnar frumgreiningu. Að Máni er á svokölluðu einhvefurófi. Ég hef skráð mig í Reykjavíkurmaraþonið 2018 þar sem ég mun hlaupa 10 kílómetra. Fyrir hann! Í leiðinni langar mig til þess að reyna að safna allavega fáeinum þúsundköllum og styrkja félagið Blár Apríl. Mig langar að þakka þeim fyrir alla fræðsluna og vinnuna sem þau vinna á hverjum degi. Fyrst og fremst langar mig þó til þess að vekja athygli á málefninu og hvetja fólkið í kringum okkur til þess að kynna sér það. Það segir sig nefnilega sjálft að við komumst svo miklu, MIKLU lengra ef skilningurinn er til staðar. Annars sendum við ást til ykkar allra og óskum þess að allir fagni fjölbreytileikanum. Alltaf!

Hver sem er getur heitið á þá sem hlaupa fyrir góð málefni í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka upphæð að eigin vali. Þannig er hægt að hvetja hlauparana til dáða og láta jafnframt gott af sér leiða.

Markmiði náð15.000kr.
1.280%
Hefur safnað 192.000kr.
STÖÐUÞRÁÐUR HLAUPARA
Nýir styrkir
Fyrir 3 mánuðum síðan

 • Smári Guðmundsson

  2.000kr.

  Þú ert best Sæsó
 • SMS áheit

  5.000kr.

  Áheit barst í gegnum SMS
 • Aurora Reykjavík

  50.000kr.

  Við erum rosalega stolt af þér
 • Nafnlaus

  5.000kr.

  Áfram elsku Særún!
 • Nafnlaus

  2.000kr.

  Það er fólk eins og þú sem gerir heiminn að betri stað Gangi þér vel
 • SMS áheit

  2.000kr.

  Áheit barst í gegnum SMS
Fyrri 
Síða 1 af 7
Næsta 

Samtals áheit:41

Skilaboð til keppanda
Fyrir 3 mánuðum síðan

Særún súper

Vel gert! Þú ert búinn að sigra þetta hlaup, sama hvernig fer á eftir. Áfram þið <3

18 ágú. 2018
Steini

Særún og Máni

Særún þú ert yndi og ég er búin að heita á þig og Mána minn

18 júl. 2018
Amma Brynja