Þorgerður Aðalgeirsdóttir #2764

Vegalengd 10km

Ég ætla að hlaupa til styrktar Arnari Jan og Thomasi Orra. Þeir eru kátir 6 ára tvíburar vinkonu minnar. Þeir fæddust með sjaldgæfa tegund af hrörnunarsjúkdómnum Limb Girdle muscle distrophy type 2Q. Bræðurnir nota göngugrindur til að komast leiðar sinnar. Óljóst er hvernig sjúkdómurinn þróast en víst að síðar á lífsleiðinni þurfa þeir hjólastóla. Bræðurnir eru langt á eftir í hreyfiþroska og þurfa aðstoð við flestar daglegar athafnir. Þeir eru einnig eftir á í andlegum þroska en þróunin þar er stöðugt upp á við. Þrátt fyrir sjúkdóminn eru drengirnir afar glaðlyndir og finnst gaman í skólanum. Þeir eiga tvo eldri bræður svo það er alltaf líf og fjör á heimilinu en álagið einnig mjög mikið. Styrktarsjóðurinn er hugsaður til að styðja þessa flottu stráka í framtíðinni, m.a. með kaupum á lyftu fyrir heimilið og síðar hjólastólabíl fyrir fjölskylduna. Ég hvet alla sem vilja styðja við bakið á bræðrunum að heita á mig

Hver sem er getur heitið á þá sem hlaupa fyrir góð málefni í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka upphæð að eigin vali. Þannig er hægt að hvetja hlauparana til dáða og láta jafnframt gott af sér leiða.

Markmiði náð50.000kr.
127%
Hefur safnað 63.298kr.
STÖÐUÞRÁÐUR HLAUPARA
Nýir styrkir
Fyrir 3 mánuðum síðan

 • Magnhild

  2.000kr.

  Otrulega vel gert!
 • Beggir

  1.000kr.

  + 500 kr. ef þú bætir tímann þinn :)
 • Eddi

  6.298kr.

  Áfram Eddur :)
 • SMS áheit

  2.000kr.

  Áheit barst í gegnum SMS
 • Greta

  1.000kr.

  Áheit með greiðslukorti
 • SMS áheit

  5.000kr.

  Áheit barst í gegnum SMS
Fyrri 
Síða 1 af 5
Næsta 

Samtals áheit:25

Skilaboð til keppanda