Olga Helgadóttir #2743

Vegalengd 10km

Í fimm ár hefur mig langað til að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu og hlaupa til minningar um móður mína, Svanborgu Björnsdóttur. Árið 2013 greindist elsku mamma mín með MND sjúkdóminn. Mamma var ekki bara mamma mín, heldur líka besta vinkona mín. Við gerðum allt saman og ég trúði henni fyrir öllu. Hún var kona með hjarta úr skíragulli. Hún var glaðlynd, hlátursmild, ofboðslega góðhjörtuð og hlý. Við mamma vorum vanar að gera allt saman en eftir að hún greindist með MND fór sjúkdómurinn hægt og rólega að taka af henni getuna til að gera það sem hana langaði til. Að horfa uppá þann sem maður elskar hvað mest verslast upp er það versta sem ég hef nokkru sinni upplifað. MND er það sem ég hata hvað mest, en á sama tíma var hann órjúfanlegur hluti af mömmu sem ég elskaði hvað mest. Ég þurfti því að læra að elska það sem ég hataði. Í lok september 2015 lést mamma mín. Ég mun alltaf sakna hennar. Ég mun alltaf elska hana.

Hver sem er getur heitið á þá sem hlaupa fyrir góð málefni í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka upphæð að eigin vali. Þannig er hægt að hvetja hlauparana til dáða og láta jafnframt gott af sér leiða.

Styrkja með SMS

Sendu skilaboðin 2743 í símanúmerin til að styrkja

1.000 kr.1.000 kr
2.000 kr.2.000 kr
5.000 kr.5.000 kr

901 1000

901 2000

901 5000

Safnar styrkjum fyrir MND félagið á Íslandi
Hefur safnað 38.000kr.
STÖÐUÞRÁÐUR HLAUPARA
Nýir styrkir
Fyrir 8 dögum síðan

 • St

  10.000kr.

  Þú getur
 • Nafnlaus

  2.000kr.

  Áfram Olga
 • Sigga,Gústi, Andrea og Kormákur

  2.000kr.

  Áfram Olga, gangi thér vel
 • Frænka

  5.000kr.

  Duglega Olga.... gangi þér vel.
 • Baldur

  5.000kr.

  Gerdu þitt besta
 • SMS áheit

  2.000kr.

  Áheit barst í gegnum SMS
Fyrri 
Síða 1 af 2
Næsta 

Samtals áheit:8

Skilaboð til keppanda
Fyrir 1 mánuði síðan

Takk

Takk fyrir dugnaðinn og ástina sem er öllu yfirsterkara. Gangi þér vel að safna áheitum en fyrst og fremst er þakklæti fyrir að hafa þig með. Minningar fylla tómið sem MND hjó í þitt og margra annara líf. Kærleikskveðjur.

23 maí 2018
MND félagið