Guðrún Kristín Huldudóttir #1667

Vegalengd 10km

Í fyrra fór ég 10 kílómetrana þrátt fyrir svo gott sem engan undirbúning og einstaklega litla reynslu af hlaupum og safnaði rúmlega 60.000 kr til styrktar Pieta. Í ár vona ég að ég nái að gera a.m.k. jafn vel og helst betur ;) Ég hleyp í minningu elsku vinkonu minnar Gwennýjar, sem féll frá alltof snemma, og vona að Pieta geti hjálpað fólki í hennar stöðu áður en það er of seint.

Hver sem er getur heitið á þá sem hlaupa fyrir góð málefni í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka upphæð að eigin vali. Þannig er hægt að hvetja hlauparana til dáða og láta jafnframt gott af sér leiða.

Markmið 50.000kr.
60%
Hefur safnað 30.000kr.
STÖÐUÞRÁÐUR HLAUPARA
Nýir styrkir
Fyrir 3 mánuðum síðan

 • Nafnlaus

  2.000kr.

  Nafnlaust áheit barst
 • amma snjólaug

  5.000kr.

  áfram guðrún
 • SMS áheit

  2.000kr.

  Áheit barst í gegnum SMS
 • Mamma

  3.000kr.

  Þú rúllar þessu upp. Ég trúi á þig darling.
 • Lauga

  3.000kr.

  Hlauptu hlauptu
 • Sigurður Ólafsson

  5.000kr.

  Þú ferð létt með þetta.
Fyrri 
Síða 1 af 2
Næsta 

Samtals áheit:10

Skilaboð til keppanda
Fyrir 3 mánuðum síðan

Opið hús hjá Píeta samtökunum á Menningarnótt

Við í Píeta samtökunum erum þér mjög þakklát fyrir að velja það að hlaupa fyrir samtökin í Reykjavíkurmaraþoninu. Við ætlum að standa fyrir opnu húsi hjá okkur á Baldursgötu 7 á Menningarnótt, laugardaginn 18. ágúst eftir hádegi, kl. 14-17, þar sem boðið verður upp á kaffi vöfflur og fleira, ásamt tónlistarviðburði. Viljum við bjóða þér, ásamt gestum, að mæta, sjáir þú þér það fært, en það væri virkilega gaman að sjá framan í sem flesta. Með bestu kveðju, fyrir hönd Píeta samtakanna, Sigrún

12 ágú. 2018
Píeta samtökin