Kristín Edda Búadóttir #1248

Vegalengd 42km

Ég ætla að hlaupa í minningu elsku Einars Darra. Einar Darri var yndislegur ungur maður sem átti framtíðina fyrir sér. Hann var nýorðinn 18 ára þegar hann lést á heimili sínu þann 25. maí s.l eftir að hafa tekið inn sterk, ávanabindandi, lyfseðilsskyld verkjalyf. Í viðtali við fjölskyldu Einars Darra kemur fram sú sláandi staðreynd að mjög auðvelt virðist vera fyrir fólk, allt niður í börn í grunnskóla, að nálgast þessi lyf (sjá: https://www.frettabladid.is/lifid/u-fer-yfir-linuna-og-a-er-etta-bara-bui). Fjölskylda og vinir Einars Darra hafa stofnað minningarsjóð í hans nafni sem stendur fyrir og styrkir baráttuna #egabaraeittlif sem m.a. berst gegn fíkniefnum og misnotkun lyfja meðal ungmenna á Íslandi. Ég hvet alla til að leggja málefninu lið hvort heldur sem er með hlaupaáheitum í Reykjavíkurmaraþoni eða með frjálsum framlögum til minningarsjóðsins.

Hver sem er getur heitið á þá sem hlaupa fyrir góð málefni í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka upphæð að eigin vali. Þannig er hægt að hvetja hlauparana til dáða og láta jafnframt gott af sér leiða.

Safnar styrkjum fyrir Minningarsjóður Einars Darra
Hefur safnað 52.000kr.
STÖÐUÞRÁÐUR HLAUPARA
Nýir styrkir
Fyrir 3 mánuðum síðan

 • Aldís Róbertsd

  3.000kr.

  Af því að þú ert uppáhalds maraþonhlauparinn minn
 • Mamma

  20.000kr.

  Baráttukveðjur í minningu Einars Darra.
 • Björn og Anna

  2.000kr.

  Áheit með greiðslukorti
 • Amma Hulda

  2.000kr.

  Áfram með þetta góða málefni!
 • Katrín Sól

  1.000kr.

  Áfram þú elsku Kristín
 • SMS áheit

  1.000kr.

  Áheit barst í gegnum SMS
Fyrri 
Síða 1 af 3
Næsta 

Samtals áheit:16

Skilaboð til keppanda