Stefanía Óskarsdóttir #1114

Vegalengd 10km

Fyrir 2 árum var ég nær dauða en lífi, bjó á götunni & í harðri sprautuneyslu. Í apríl 2016 var èg svo heppin að komast í meðferð á Hlaðgerðarkot, þar sem ég lærði að lifa upp á nýtt, fékk von & trú á sjálfri mér & sá hvað Samhjálp vinnur magnað, óeigingjarnt starf. Ég hef verið edrú síðan & í dag á ég einstaklega fallegt líf, get verið til staðar, góð móðir, sinnt fjölskyldu & hversdagslífi. Það er Samhjálp að þakka. Ég hef aldrei verið neinn hlaupari, en Hlaðgerðarkot bjargaði lífi mínu & mig langar að gera eitthvað í staðin & ætla að hlaupa 10 km fyrir þau, því án þeirra væri ég ekki hér. Samhjálp reiðir sig á stuðning frá einstaklingum & fyrirtækjum. Ég vona að þið viljið hjálpa mér að létta aðeins undir með þeim, því allir eiga skilið annað tækifæri eins & ég fékk. Það væri hræðilegt ef kæmi sá dagur að þau hefðu ekki fjármagn til að starfa áfram. Endilega heitið á mig & hjálpið mér að hjálpa þeim, margt smátt gerir eitt stórt :)

Hver sem er getur heitið á þá sem hlaupa fyrir góð málefni í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka upphæð að eigin vali. Þannig er hægt að hvetja hlauparana til dáða og láta jafnframt gott af sér leiða.

Styrkja með SMS

Sendu skilaboðin 1114 í símanúmerin til að styrkja

1.000 kr.1.000 kr
2.000 kr.2.000 kr
5.000 kr.5.000 kr

901 1000

901 2000

901 5000

Safnar styrkjum fyrir Samhjálp
Markmið 100.000kr.
37%
Hefur safnað 37.000kr.
STÖÐUÞRÁÐUR HLAUPARA
Nýir styrkir
Fyrir 7 dögum síðan

 • Sjöfn Trausta

  5.000kr.

  Þú stendur þig
 • KOLBRÚN A KJERÚLF

  3.000kr.

  Vel gert Stefanía
 • AMc

  2.000kr.

  Stórkostlegt hjá þér
 • SMS áheit

  5.000kr.

  Áheit barst í gegnum SMS
 • SMS áheit

  1.000kr.

  Áheit barst í gegnum SMS
 • SMS áheit

  1.000kr.

  Áheit barst í gegnum SMS
Fyrri 
Síða 1 af 2
Næsta 

Samtals áheit:10

Skilaboð til keppanda