Kolbrún Rós Björgvinsdóttir #1069

Vegalengd 10km

,,Líklegt er talið að um 5000 einstaklingar, eða fimmtán af hverjum eitt þúsund Íslendingum, íhugi sjálfsvíg árlega á Íslandi." (Pieta.is) Sjálfsvíg kemur okkur öllum við og ég þekki sjálf sorgina sem fylgir því að missa einhvern nákominn sér vegna sjálfsvígs. Þann 17. mars 2012 lést frændi minn Svanur Steinar, einungis 16 ára gamall. Yndislegur drengur sem ég var svo lánsöm að fá að alast upp með, ganga í sama grunnskóla og menntaskóla - þó menntaskólagangan hans hafi því miður ekki verið löng. Mig langar að heiðra minningu hans með því að hlaupa 10 km í Reykjavikurmaraþoninu í ágúst fyrir Pieta Ísland - Sjálfsvígs- og sjálfsskaða úrræði.

Hver sem er getur heitið á þá sem hlaupa fyrir góð málefni í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka upphæð að eigin vali. Þannig er hægt að hvetja hlauparana til dáða og láta jafnframt gott af sér leiða.

Markmiði náð25.000kr.
320%
Hefur safnað 80.000kr.
STÖÐUÞRÁÐUR HLAUPARA
Nýir styrkir
Fyrir 2 mánuðum síðan

 • Nafnlaus

  3.000kr.

  Nafnlaust áheit barst
 • Lilla og Boggi

  5.000kr.

  Áheit með greiðslukorti
 • Guðríður Guðbjartsdóttir

  3.000kr.

  Frábærlega vel gert hjá þér! Gangi þér ofurvel!
 • Andri Ottó

  2.000kr.

  rúllar þessu upp
 • Aðalbjörg Rósa

  3.000kr.

  Áheit með greiðslukorti
 • Magga amma og Ottó afi

  5.000kr.

  Gangi þér vel Kolbrún mín!
Fyrri 
Síða 1 af 5
Næsta 

Samtals áheit:25

Skilaboð til keppanda
Fyrir 2 mánuðum síðan

Opið hús hjá Píeta samtökunum á menningarnótt

Við í Píeta samtökunum erum þér mjög þakklát fyrir að velja það að hlaupa fyrir samtökin okkar í Reykjavíkurmaraþoninu. Við ætlum að standa fyrir opnu húsi hjá okkur á Baldursgötu 7 á Menningarnótt, laugardaginn 18. ágúst eftir hádegi, kl. 14-17, þar sem boðið verður upp á kaffi vöfflur og fleira, ásamt tónlistarviðburði. Viljum við bjóða þér, ásamt gestum, að mæta, sjáir þú þér það fært, en það væri virkilega gaman að sjá framan í sem flesta. Með bestu kveðju, fyrir hönd Píeta samtakanna, Sigrún

09 ágú. 2018
Píeta samtökin