Aron Stefán Ólafsson #4778

Vegalengd 10km

Eiginkona Leifs félaga okkar, hún Lára lenti í alvarlegu hjólaslysi með þeim afleiðingum að hún lamaðist frá brjósti og niður. Eins og staðan er í dag er ekki vitað hversu lengi lömunin mun vara og hvort hún endurheimti einhvern mátt. Því höfum við nokkrir hjólafélagar Leifs ákveðið að hlaupa 10 km henni til stuðnings. Það lenda allir í mótlæti á lífsleiðinni, bara mismiklu og þá skiptir máli að hjálpast að við að sigrast á því. Því hvet ég alla sem geta lagt sitt að mörkum að heita á mig/okkur og styrkja þannig Láru í þeirri báráttu sem framundan er.

Hver sem er getur heitið á þá sem hlaupa fyrir góð málefni í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka upphæð að eigin vali. Þannig er hægt að hvetja hlauparana til dáða og láta jafnframt gott af sér leiða.

Safnar styrkjum fyrir Hlaupið fyrir Láru
Hefur safnað 16.000kr.
STÖÐUÞRÁÐUR HLAUPARA
Nýir styrkir
Fyrir 3 mánuðum síðan

 • Gunna og Gaui

  2.000kr.

  Gott hjá þér
 • Helga frænka

  3.000kr.

  Áfram hlunkur!
 • Einar Örn

  1.000kr.

  Koma svo strákur.. !! (Sagt með rödd Jóhanns Alfreðs)
 • Balli bumba

  1.000kr.

  Ég vil sjá appelsínugula eldingu fjarlægjast mig meira og meira á morgun!
 • Björn Orri

  2.000kr.

  Varlega...
 • Hulda og Óli

  5.000kr.

  Bættu nú tímann þinn drengur :) Frábært hjá ykkur.
Fyrri 
Síða 1 af 2
Næsta 

Samtals áheit:7

Skilaboð til keppanda