Kristinn Ólafur Smárason #2394

Vegalengd 3km

Ég er búinn að skrá mig í 3KM góðgerðahlaup í Reykjavíkurmaraþoninu til styrktar Barnaspítala Hringsins. Ég mun samt ekki taka þátt með hefðbundnu móti, þar að segja ég mun ekki hlaupa 3KM, heldur spila í gegnum tölvuleikina Sonic The Hedgehog 1, 2 og 3. Því verður nóg hlaupið í stafrænum skilningi enda er Sonic fráasti blái broddgöltur allra tíma. Ég mun streyma þessari þolraun á netinu þann 19. ágúst á sama tíma og Reykjavíkurmaraþonið er í gangi. Ég hef ákveðið að safna áheitum fyrir Barnaspítalasjóð Hringsins, enda er góð heilbrigðisþjónusta fyrir börnin okkar eitthvað sem allir ættu að láta sig varða. Ég hef sett markmiðið á 50.000kr þar sem það mun duga fyrir nýrri leikjatölvu fyrir börnin að spila á. Ég ræð auðvitað engu um hvað peningarnir verða nýttir í en finnst sú tala við hæfi. Ég vil hvetja alla til að senda á mig áheit, en á meðan maraþoninu stendur munum við hjá Retró Líf draga úr nafngreindum áheitum einhverja skemmtilega retró vinninga! :-)

Hver sem er getur heitið á þá sem hlaupa fyrir góð málefni í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka upphæð að eigin vali. Þannig er hægt að hvetja hlauparana til dáða og láta jafnframt gott af sér leiða.

Markmiði náð50.000kr.
157%
Hefur safnað 78.500kr.
STÖÐUÞRÁÐUR HLAUPARA
Nýir styrkir
Fyrir 3 mánuðum síðan

 • SMS áheit

  5.000kr.

  Áheit barst í gegnum SMS
 • Elva

  1.000kr.

  Áheit með greiðslukorti
 • SMS áheit

  5.000kr.

  Áheit barst í gegnum SMS
 • SMS áheit

  1.000kr.

  Áheit barst í gegnum SMS
 • SMS áheit

  2.000kr.

  Áheit barst í gegnum SMS
 • SMS áheit

  1.000kr.

  Áheit barst í gegnum SMS
Fyrri 
Síða 1 af 7
Næsta 

Samtals áheit:37

Skilaboð til keppanda
Fyrir 3 mánuðum síðan

Takk fyrir!

Kærar þakkir fyrir stuðninginn. Bestu kveðjur, Hringskonur.

08 ágú. 2017
Hringurinn.