Sigrún Bragadóttir #1953

Vegalengd 10km

Í heimagerðum Wonder Woman búningi & með skikkju ætla ég ganga/skríða 10 km fyrir elsku bestu Stígamót sem hafa valdið straumhvörfum í mínu lífi. Ég lofa að taka mjög langan tíma í þennan gjörning & njóta hverrar mínútu á leiðinni. Einnig mun ég taka reglulegar kaffi-, kúnst og pissupásur á leiðinni & spjalla við fólkið á kantinum & svona. Þetta verður stuð krakkar mínir. Fylgist með undirbúningnum á Facebooksíðunni Sigrún stormar og undir myllumerkinu #sigrúnstormar á Twitter. Takk fyrir & góðar stundir.

Hver sem er getur heitið á þá sem hlaupa fyrir góð málefni í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka upphæð að eigin vali. Þannig er hægt að hvetja hlauparana til dáða og láta jafnframt gott af sér leiða.

Safnar styrkjum fyrir Stígamót
Hefur safnað 37.500kr.
STÖÐUÞRÁÐUR HLAUPARA
Nýir styrkir
Fyrir 4 mánuðum síðan

 • SMS áheit

  1.000kr.

  Áheit barst í gegnum SMS
 • Mamma

  5.000kr.

  Áframmmm Sigrún
 • SMS áheit

  1.000kr.

  Áheit barst í gegnum SMS
 • Ásta Björk Sveinbjörnsdóttir

  3.000kr.

  Áfram Sigrún. Þú ert flottust.
 • Daddý

  2.000kr.

  Áfram Sigrún
 • SMS áheit

  2.000kr.

  Áheit barst í gegnum SMS
Fyrri 
Síða 1 af 3
Næsta 

Samtals áheit:13

Skilaboð til keppanda
Fyrir 5 mánuðum síðan

KOmdu í hlaupahópinn okkar!!!

Í ár höfum við í fyrsta sinn stofnað hlaupahóp á Stígamótum til að peppa upp stemmninguna fyrir stóra daginn 😄😄😄 Hlaupahópurinn hittist nokkrum sinnum fyrir Reykjavíkurmaraþonið 19. ágúst, fær sér hollan orkudrykk og tekur létta hlaupaæfingu. Alls konar fólk í mismunandi formi er búið að skrá sig og sumir hafa aldrei hlaupið á ævi sinni. Viljum endilega hafa þig með. Hér er hlaupahópurinn á facebook: https://www.facebook.com/login/?next=https%3A%2F%2Fwww.facebook.com%2Fgroups%2F801985329958133%2F%3Fhc_re

03 júl. 2017
Hlaupahópur Stígamóta

Kærar þakkir Sigrún!

Kæra Sigrún! Við þökkum þér kærlega fyrir að hlaupa fyrir Stígamót og safna áheitum fyrir okkur. Það er ómetanleg hvatning fyrir okkar starf. Við munum standa á hliðarlínunni og hvetja þig. Áfram Sigrún!

19 jún. 2017
Starfsfólk Stígamóta

Áfram snillingur

Elsku Sigrún mín. Þú magnaða ofur kona. Megir þú storma áfram með öllum þínum styrk og hugrekki. Hlakka til að hlaupa með þér. Áfram þú elsku vinkona ❤️

12 jún. 2017
Anna Bentína