Benedikt Birkir Hauksson #1910

Vegalengd 10km

31.janúar 2017 eignuðumst ég og kærasta mín tvíburastráka eftir aðeins 23 vikna langa meðgöngu. Yngri strákurinn, Brynjar Máni, lést nóttina eftir fæðingu. Eldri strákurinn, Heiðar Már, barðist í gegnum erfiða tíma og er loksins kominn heim eftir 4 mánaða dvöl á vökudeild barnaspítalans. Við fengum ótrúlega góðann stuðning frá starfsfólki barnaspítalans í bæði sorginni og gleðinni. Þetta yndislega fólk á skilið risastórt hrós fyrir allt sem það gerir og hversu mikið það gefur af sér. Við erum ævinlega þakklát og viljum því styrkja starfsemi barnaspítalans. Eftir 4 mánaða dvöl okkar á barnaspítalanum tókum við vel eftir því hvað Hringurinn gerir mikið fyrir starfsemina sjálfa með t.d. gjöfum í formi tækjabúnaðar en öll þau tæki sem þeir bræður þurftu að nota höfðu verið gjöf frá Hringnum. http://www.mbl.is/frettir/innlent/2017/04/06/vid_upplifum_reglulega_gledi_og_sorg/

Hver sem er getur heitið á þá sem hlaupa fyrir góð málefni í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka upphæð að eigin vali. Þannig er hægt að hvetja hlauparana til dáða og láta jafnframt gott af sér leiða.

Markmiði náð100.000kr.
444%
Hefur safnað 443.500kr.
STÖÐUÞRÁÐUR HLAUPARA
Nýir styrkir
Fyrir 3 mánuðum síðan

 • AA

  3.000kr.

  Áheit með greiðslukorti
 • SMS áheit

  1.000kr.

  Áheit barst í gegnum SMS
 • Þórdís Ögn

  2.000kr.

  Áfram Benni !
 • Óðinn, Lena og Björgvin Páll

  20.000kr.

  Gangi þér vel í hlaupinu, hlaupakveðja frá Akureyri :D
 • Björgvin Páll Óðinsson

  10.000kr.

  Áheit með greiðslukorti
 • Árni og Eyrún

  5.000kr.

  Ekki hlaupa í hringi þó þú safnir fyrir hringinn ;)
Fyrri 
Síða 1 af 13
Næsta 

Samtals áheit:77

Skilaboð til keppanda
Fyrir 3 mánuðum síðan

Takk allir

Takk allir fyrir frábæran stuðning og fyrir ykkar framtak til styrktar Hringnum

19 ágú. 2017
Benedikt

Takk allir

Takk allir fyrir frábæran stuðning og fyrir ykkar framtak til styrktar Hringnum

19 ágú. 2017
Benedikt

Áfram Hringurinn!

Gangi þér vel í hlaupinu! :) Ég hugsa oft til ykkar fjölskyldunnar en við vorum saman á vökudeildinni í vor. Sonur minn fæddist fyrir tímann og var með vaxtarseinkun og gekk undir nafninu Litli maðurinn ;) Einstakt starf og þá sér í lagi starfsfólkið á Vökunni ❤️

14 ágú. 2017
Hjördís

Áfram þið!!

Takk kærlega fyrir að gera okkur kleift að styrkja Vökudeildina. Baráttukveðjur!!

21 jún. 2017
Þórunn og Stefán

Kærar þakkir!

Bestu þakkir frá Hringskonum :-) Gangi þér vel.

01 jún. 2017
Hringurinn

Frændi :)

Gangi þér vel elsku frændi :)

25 maí 2017
Róbert Logi Benediktsson