Anna Bentína Hermansen #1392

Vegalengd 21km

Ég er ein þeirra tæplega 8000 brotaþola sem hafa fengið hjálp á Stígamótum. Eftir að hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi árið 1998, barðist ég við áfallastreituröskun sem leiddi til þess að ég varð óvinnufær og lifði í nokkur ár á örorkubótum. Það skipti mig öllu máli að geta fengið ótakmarkaða hjálp sem ég þurfti ekki að greiða fyrir. Á Stígamótum fékk ég lífsviljann aftur, ég fór í Háskólanám og kláraði mastersnám. Ég komst aftur úr á vinnumarkaðinn og vinn núna sem ráðgjafi á Stígamótum og sé líf annarra brotaþola umbreytast. Stígamót voru lífæðin mín sem gerði mér kleift að komast aftur úr í lífið. Stigamót bjarga mannslífum og þú getur lagt þitt að mörkum til þess að styrkja þeirra góða starf.

Hver sem er getur heitið á þá sem hlaupa fyrir góð málefni í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka upphæð að eigin vali. Þannig er hægt að hvetja hlauparana til dáða og láta jafnframt gott af sér leiða.

Safnar styrkjum fyrir Stígamót
Markmið 600.000kr.
61%
Hefur safnað 366.000kr.
STÖÐUÞRÁÐUR HLAUPARA
Nýir styrkir
Fyrir 3 mánuðum síðan

 • Laufey Jóhannsdóttir

  10.000kr.

  Frábært hjá þér.
 • SMS áheit

  5.000kr.

  Áheit barst í gegnum SMS
 • Guðbjörg Ýr Valkyrja

  1.000kr.

  Gangi þér ofurvel elsku Anna. Þú ert einn mesti töffari semég hef kynnst
 • Elma Lísa

  2.000kr.

  Gangi þér vel elsku fallega duglega yndislega kona
 • Alís og Yngvi

  2.000kr.

  Go girl!!!
 • AG

  3.000kr.

  Dugnaður og kraftur, flott framtak!
Fyrri 
Síða 1 af 21
Næsta 

Samtals áheit:125

Skilaboð til keppanda
Fyrir 4 mánuðum síðan

Hlauptu nú eins og vindurinn darling

Family Hansson elskar þig Anna Bentina <3

08 ágú. 2017
Oddny Magnadóttir

Áfram Anna

Klikka ekki á að styrkja verðugt málefni !

15 jún. 2017
Auður Ösp

Áfram Anna

Frábær hlaupari. Ég gæti ekki gert þetta.

15 jún. 2017
Stefán

Fallegt starf.

Áfram Anna, kjarkmikla kona.

15 jún. 2017
Áslaug Hauksdóttir

Áfram Anna þú ert best!!!

Þú ert svo frábær elsku Anna mín! Fyrirmyndin mín í lífinu.. Lít alltaf til þín og alls sem þú hefur sigrast á til að sækja styrk. Ef þú getur þetta þá ætla ég líka að gera það.. hvað svo sem lífið hendir i áttina að mér þá mun ég halda áfram að brosa og elska fyrir allan peninginn :) Veit ekki hvar ég væri án þín! Gangi þér vel, þú rúllar þessu upp!!!!

12 jún. 2017
Ragna Dögg

Snillingur!

Þú ert frábær! Lagði inn það sem ég gat að þessu sinni :) Þú ert fyrirmyndin mín <3

03 jún. 2017
Esther

Takk!

Takk elsku Anna mín fyrir að vera kyndilberi Stígamóta!

30 maí 2017
Ingibjorg Hilmarsdottir